Neytendur hafa rétt á að láta Bormet bvba vita að þeir hætti við kaup á vöru, án þess að þurfa að greiða sekt og án þess að þurfa að gefa upp ástæðu, ef þeir gera svo innan 14 daga frá deginum eftir að varan var afhent.
Samskiptaupplýsingar fyrirtækisins
Bormet bvba
Ambachtsstraat 1137, 3850 Nieuwerkerken
BE0414651838
info@bambormet.be
Tel: +32 11 31 26 56
Tel: +32 11 31 65 66
Grein 1: Almenn ákvæði
Vefverslun Bormet bvba, með skráðri starfsstöð á Ambachtsstraat 1137, 3850 Nieuwerkerken (Belgium), VAT BE0414651838, (héreftir vísað í sem ’Bormet bvba’) býður viðskiptavinum upp á möguleika til að versla vörur á netinu.
Þessir almennu skilmálar og reglur ("Skilmálar") gilda um allar vörur á sviði Bormet bvba og sérhver kaup sem viðskiptavinurinn gerir hjá Bormet bvba.
Viðskiptavinurinn samþykkir að þessir Skilmálar eru einu skilmálarnir sem eiga við, og undanskilja þeirra eigin almennu eða sérstöka skilmála, jafnvel þá sem kveðið er á um að gildi ófrávíkjanlega.
Grein 2: Verð
Öll framsett verð innifela í sér Belgískan virðisaukaskatt og alla aðra skatta sem viðskiptavininum er skylt að greiða. Ef flutninga-, geymslu- eða stjórnunarkostnaður er lagður á, þá er það sérstaklega tekið fram.
Verðið sem sett er fram á einungis við vörur eins og þeim er lýst í texta. Meðfylgjandi mynd er til skrauts og getur innihaldið atriði sem ekki eru innifalin í verðinu.
Grein 3: Tilboð
Öll tilboð eru einungis fáanleg fyrir viðskiptavini sem eru innan Evrópusambandsins. Vörurnar eru sérstaklega ætlaðar fyrir venjulega, einkanotkun.
Þrátt fyrir að vörulistinn og vefsvæðið hafi verið unnin með ýtrustu gát, þá er mögulegt að þar séu upplýsingar sem eru ekki tæmandi, efnislega rangar eða úreltar.
Ef þú hefur ákveðnar spurningar, til dæmis, um stærð, lit, fáanleika, afhendingartíma eða hvernig er afhent, vinsamlegast hafðu samband við þjónustufulltrúa okkar áður (sjá grein 12)
Í ljós þess hversu nákvæmar, efnislegar, eða ítarlegar uppgefnar upplýsingar eru, þá er Bormet bvba aðeins bundið þeirri skyldu að gera eins vel og kostur er. Bormet bvbaer er í engum aðstæðum skaðabótaskylt vegna innihaldslegra, stafsetningar eða prentvillna.
Tilboðið gildir eins lengi og birgðir endast og það gæti breyst eða verið dregið tilbaka af Bormet bvba hvenær sem er.
Bormet bvba hefur rétt til þess að hafna pöntunum, breyta afhendingartíma, skipta upp afhendingum eða setja breytta afhendingarskilmála, allt þetta án þess að gefa upp ástæðu.
Grein 4: Netverslun
Viðskiptavinir mega kaupa vörur í vöruúrvali Bormet bvba á netinu.
Kaupin gerast þegar viðskiptavinurinn fær staðfestingu á tölvupósti frá Bormet bvba. Vörurnar verða afhendar á heimilisfangi viðskiptavinarins á afhendingardegi sem kemur fram í staðfestingartövlupóstinum.
Viðskiptavinir geta valið milli eftirfarandi greiðslumáta:
- kreditkort
- debitkort
- bankamillifærsla.
Grein 5: Fyrirvari um eignarhald
Hinar afhentu vörur er eign Bormet bvba þar til viðskiptavinurinn hefur greitt fyrir þær.
Áhættan af tjónum eða skemmdum færist til viðskiptavinarins þegar varan er afhent. Það er nauðsynleg að viðskiptavinurinn láti þriðju aðila vita, sem hafa tekið í vörslu sína vörur sem ekki eru fullgreiddar, um fyrirvara Bormet bvba um eignarhald.
Grein 6: Dráttarvextir vegna vangreiðslu
Án þess að það útiloki nokkur réttindi sem safnast á hendur Bormet bvba vegna þess að ekki er greitt eða greiðsla berst seint, þá skal viðskiptavinurinn greiða vexti að upphæð 10% á ári af ógreiddri fjárhæð frá eindaga í krafti laga án nokkurra krafna. Viðskiptavinurinn skal líka greiða fast gjald af 10% af umræddri fjárhæð að lágmarki €25 á hvern reikning í krafti laga og án nokkurra krafna.
Án þess að það útiloki ofangreint, heldur Bormet bvba réttinum til að endurheimta vörur sem ekki hafa verið greiddar að fullu.
Grein 7: Kvartanir
Allar sýnilegar skemmdir og/eða gallar á gæðum vara eða hverja aðra vöntun í afhendingunni verður að tilkynna tafarlaust ella geta öll réttindi fallið úr gildi.
Grein 8: Ábyrgð
Afhentar vörur hafa 1 árs ábyrgð vegna efnis- og framleiðslugalla. Þessi ábyrgð felur í sér að skipta út eða laga gallann án endurgjalds. Kostnaður við vinnu er ábyrgður í 1 ár. Flutningskostnaður er aðeins ábyrgður í 1 ár ef varan var sett upp með þjónustu okkar og takmarkast við 100 km radíus um starfsstöðvar okkar.
a. Lögboðin ábyrgð (bara fyrir neytendur)
Í samræmi við reglugerð frá 21. september 2004 um neytendavernd þegar verið er að selja neytendum vörur, þá hafa neytendur lagaleg réttindi.
Hver vara er með lögbundna ábyrgð frá kaupdegi (eða afhendingardegi til) fyrsta eigandans.
Þessi réttindi eru til staðar óháð öllum viðskiptalegum ábyrgðum.
b. Almennt
Til að gera þessa ábyrgð virka, þá verður viðskiptavinurinn að leggja fram sönnun fyrir kaupunum.
Ef vara var keypt á netinu og afhent heim til viðskiptavinarins, þá verður viðskiptavinurinn að hafa samband við þjónustufulltrúa Bormet bvba og skila vörunni til Bormet bvba á eigin kostnað.
Neytendur verða að tilkynna all galla innan 2 mánaða frá því að þeir koma í ljós. Eftir þennan tíma, þá fellur niður allur réttur til að skipta út vörunni eða láta gera við hana.
Ábyrgðin (viðskiptaleg og/eða lögbundin) nær ekki til galla sem koma fram vegna slysa, vanrækslu, óeðlilegrar eða rangrar notkunar, notkunar vörunnar í öðrum tilgangi en hún var framleidd fyrir, að ekki var farið eftir notendaleiðbeiningum, að gerðar voru aðlaganir eða breytingar á vörunni, óvarlegrar umgengni, slæms viðhalds eða óeðlilegrar eða rangrar notkunar.
Ábygðin á heldur ekki við um vörur með stuttan líftíma eða vörur sem slitna og rifna.
Gallar sem koma í ljós að sex mánaða tíma liðnum eftir kaupdag eða afhendingu verður ekki litið á sem leynda galla nema viðskiptavinurinn geti sannað hið gagnstæða.
Ábyrgðin er ekki yfirfæranleg.
Grein 9: Skilaréttur
Ákvæði þessarar greinar eiga bara við viðskiptavini sem kaupa vörur á netinu sem neytendur:
Neytendur hafa rétt á að láta Bormet bvba vita að þeir hætti við kaup á vöru, án þess að þurfa að greiða sekt og án þess að þurfa að gefa upp ástæðu, ef þeir gera svo innan 14 daga frá deginum eftir að varan var afhent.
Viðskiptavinir sem vilja nýta sér skilaréttinn verða að hafa samband við þjónustufulltrúa Bormet bvba innan 14 daga frá afhendingu og skila vörunni innan 20 daga frá afhendingu þeirra á eigin kostnað til Bormet bvba Ambachtsstraat 1137, 3850 Nieuwerkerken.
Vörur með söluverð upp á 100 evrur eða meira verður að skila til okkar með hraðsendingarþjónustu (DHL, FedEx, o.s.frv.).
Eingöngu er hægt að skila vörum sem eru í upphaflegum og óskemmdum umbúðum með öllum fylgihlutum, notendaleiðbeiningum og reikningi eða sönnun fyrir kaupunum.
Í engum tilfellum er tekið á móti eftirfarandi:
- notuðum, skítugum, skemmdum eða óheilum vörum
- vörum þar sem umbúðirnar eða hluti þeirra hafa verið opnaðar
- vörum sem voru sérsniðnar fyrir viðskiptavininn
- vörum sem ekki er hægt að skila vegna sérstakra eiginleika þeirra.
Grein 10: Persónuvernd
Bormet bvba notar gögnin þín einungis til að framkvæma samninginn sem þú ert orðinn aðili að með því að gera pöntun og til að senda þér upplýsingar frá Bormet bvba án nokkura kvaða. Ef þú vilt líka fá upplýsingar á tölvupósti, vinsamlegast gefðu okkur upp tölvupóstfangið þitt.
Við umgöngumst persónuleg gögn eins og trúnaðarupplýsingar og munum aldrei láta aðra hafa þau, lána þau eða selja til þriðja aðila. Þú hefur alltaf rétt til að biðja um, bæta, breyta eða eyða persónuupplýsingum þínum sem við geymum í viðskipavinaskrá okkar og þú mátt líka neita Bormet bvba um leyfi til að nota persónuleg gögn til að senda þér upplýsingar. Sendu bara skriflega fyrirspurn á heimilisfangið hér að neðan: Ambachtsstraat 1137, 3850 Nieuwerkerken
Viðskiptavinir bera ábyrgð á halda innskráningarupplýsingum og lykilorðum leyndum. Þar sem lykilorð þitt er dulkóðað þegar það er geymt, þá hefur Bormet bvba ekki aðgang að því.
Bormet bvba fer í einu og öllu eftir Belgísku reglugerðinni frá 8. desember 1992 sem varðar persónuvernd þegar unnið er með persónulegar upplýsingar. Þú hefur aðgang að öllum upplýsingum um þig í gegnum notandaupplýsingar þínar og getur skoðað, breytt eða eytt þessum upplýsingum.
Bormet bvba notar vefkökur Vefkökur er stöðluð intenet tækni sem gerir kleift að geyma og opna ákveðnar upplýsingar á tölvukerfi notandans. Vefkökur er ekki hægt að nota til að persónugreina fólk; vefkaka greinir bara vélbúnaðinn. Sérhver internet notandi getur breytt stillingum á tölvunni sinni til að koma í veg fyrir að hún leyfi vefkökur. Hinsvegar, ef tölvan þín leyfir ekki vefkökur, þá gætir þú lent í vandræðum þegar þú leggur fram pöntun. Ef þetta gerist, vinsamlegast hafðu þá samband við okkur svo að við getum samt sem áður tekið við pöntun þinni.
Bormet bvba safnar (ónafngreindum) tölfræðilegum upplýsingum um heimsóknir á vefsvæðið til að sjá hversu oft hver vefsíða er heimsótt. Ef þú hefur einhverjar spurningar vegna þessa ákvæðis um persónuvernd, vinsamlegast hafðu samband við okkur á info@bambormet.be.
Grein 11: Skerðing á gildi - óafturkallanleiki
Ef einhver, sama hver, ákvæði þessara skilmála eru úrskurðuð ógild, ólögleg eða ómerk, þá mun það á engan hátt skerða gildi, lögmæti og virkni annarra ákvæða.
Þó að Bormet bvba misfarist einhvern tíma að virkja einhver af þeim réttindum sem eru tilgreind í þessum skilmálum eða að nýta sér þannig rétt þá verður aldrei litið á það sem svo að fallið sér frá ákvæðunum og mun aldrei skerða gildi þessara réttinda.
Grein 12: Þjónustudeild Bormet bvba
Þú getur haft samband við þjónustudeild Bormet bvba með því að hringja í símanúmer +32 11 31 26 56, senda tölvupóst á info@bambormet.be eða með því að skrifa til eftirfarandi heimilisfangs: Ambachtsstraat 1137, 3850 Nieuwerkerken
Grein 13: Breytingar á skilmálum
Þessir skilmálar styðjast við aðra skilmála sem sérstaklega er vísað í og almenna söluskilmála Bormet bvba. Ef þeir skyldu vera í mótsögn við hvern annan, þá eru það þessir skilmálar sem gilda.
Bormet bvba áskilur sér rétt hvenær sem er til að breyta þessum skilmálum án frekari tilkynninga. Hver kaup sem gerð eru eftir slíka breytingu fela í sér að viðskiptavinurinn samþykki þessa nýju skilmála.
Grein 14: Sönnun
Viðskiptavinurinn samþykkir að rafræn samskipti og afrit geti verið notuð sem sönnunargögn.
Grein 15: Gildandi lög, valdbærir dómstólar
Belgísk lög gilda, nema fyrir ákvæði alþjóðlegs einkamálaréttar um gildandi lög og Rómarsáttmála I um alþjóðlega kaupsamninga varðandi flytjanlegar vörur. Allan ágreining skal leysa fyrir svæðisdómstólnum í Hasselt sem fer einn með lögsögu í málinu.